Algengar spurningar

Þarf ég að gera eitthvað áður en ég kem í meðferð ?
 •  Við mælum með að lita og plokka brúnirnar fyrir augabrúna tattoo
 •  Þvo hár vel sama dag eða daginn fyrir meðferð
 •  Mæta hrein/n og án farða í meðferðina
Hvað þarf ég að varast fyrstu dagana eftir meðferð ?
 • Ekki fara í ræktina, gufu, heitan pott, sund eða sólbað fyrstu 10 dagana eftir meðferð
 • Forðast eftir fremsta megni að koma við meðferðar svæðið
 • Hreinlæti mjög mikilvægt, þvo hendur og spritta reglulega
 • Nákvæmar leiðbeiningar varðandi meðhöndlun sem og eftir meðferðar vörur frá Swiss Color eru gefnar að lokinni fyrstu umferð í meðferð hverju sinni
Þarf að lita og plokka brúnirnar þótt þú sért búin að fá tattoo ?
 • já, Þar sem tattoo er litun á húðinni, þarf alltaf að lita og plokka hárin
Eru meðferðir sársaukafullar ?
 • Deyfikrem er notað við allar meðferðir, og í flestum tilfellum finnur viðkomandi mjög lítið fyrir meðferðinni
Hvað tekur hver meðferð langan tíma ?
 • Fyrsti tími í meðferð tekur lengri tíma, þar sem verið er að móta og teikna upp í samráði við óskir viðskiptavinarins, að hámarki tveir tímar
 • Endurkoma tekur að jafnaði um klukkustund
Eru tattoo litirnir frá Swiss Color viðurkenndir ?
 • Allir litir frá Swiss Color eru viðurkendir, vottaðir og án allra aukaefna
 • Það eru engir málmar í litunum eins og nikkel og iron oxið. Litirnir litabreytast ekki og eru ekki ofnæmisvaldandi

Af hverju þarf að koma 2 sinnum í meðferð ?

 • það þarf alltaf 2-3 skipti til að fullklára varanlegu förðunina þína
 • Í gróanda ferlinu þá lýsist liturinn um 30–40%. Þar sem liturinn er settur mjög grunnt í efsta lag húðarinnar, og þarf því alltaf að skerpa litinn í endurkomu

Hvað dugar varanleg förðun í langan tíma ?

 • Varanleg förðun hverfur aldrei úr húðinni en yfirborðið lýsist með tímanum, húðgerð og lífsstíll hvers og eins eru þar ráðandi þættir
 • Við mælum með að skerpingu á litnum á 12 til 18 mánaða fresti

Geta allir komið í meðferðir ?

 • Flest allir geta nýtt sér meðferðir Varanlegrar Fegurðar, örfáar undantekningar eru varðandi vissa sjúkdóma og barnshafandi konur/konur með barn á brjósti geta ekki komið í meðferðir
 • Einstaklingar sem gjarnan fá frunsur, þurfa að nálgast frunsulyf hjá lækni fyrir meðferð í varatattoo
Getur maður verið með ofnæmi fyrir meðferðum ?
 • Ofnæmispróf eru framkvæmd ef vafi leikur á um ofnæmi
Er teiknað upp á undan ?
 • Form er alltaf teiknað upp og mælt í samráði við viðskiptavin áður en meðferð hefst